25.8.2009

Ársfundur Vestnorræna ráðsins 25.-28. ágúst 2009

Ársfundur Vestnorræna ráðsins fer fram í Færeyjum dagana 25.-28. ágúst 2009. Landsdeildir Vestnorræna ráðsins, skipaðar þingmönnum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, sækja fundinn auk ráðherra og fulltrúa Norðurlandaráðs og norska Stórþingsins.

Fyrir hönd Íslandsdeildar sækja fundinn Ólína Þorvarðardóttir, formaður Íslandsdeildar, Atli Gíslason og Árni Johnsen. Meðal efnis á fundinum er eftirfylgni við þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins sem haldin var á Grænlandi nýverið og fjallaði um námsmöguleika fyrir ófaglærða á Vestur-Norðurlöndum auk umræðu um sjávarútvegsmál og samvinnu á sviði björgunarmála.