28.9.2009

Fundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 28. september til 2. október

Lokafundur Evrópuráðsþingsins á árinu verður haldinn í Strassborg dagana 28. september til 2. október 2009.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins þau Lilja Mósesdóttir formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir varaformaður og Birkir Jón Jónsson.

Kosning framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, sem var frestað á síðasta þingi, verður á dagskrá fundarins auk umræðu um stöðuna varðandi átökin milli Rússlands og Georgíu, loftslagsmál, verndun einstaklinga sem gera viðvart um misferli, t.d. innan stofnana eða fyrirtækja, og reglur um starfsemi og vinnubrögð þrýstihópa í lýðræðisþjóðfélögum.

Einnig verða viðburðir vegna 60 ára afmælis Evrópuráðsins á dagskrá.