3.11.2009

Forseti Alþingis á fundum í Brussel, 4.-5. nóvember

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, mun eiga fund með Jerzy Buzek, forseta Evrópuþingsins, í Brussel miðvikudaginn 4. nóvember. Forseti Alþingis og alþingismenn munu einnig funda með Gabriele Albertini, formanni utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, og Cristian Dan Preda, framsögumanni (e. rapporteur) nefndarinnar um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, og fleiri nefndarmenn. Að auki mun forseti Alþingis og alþingismenn hitta fulltrúa flokkahópa á Evrópuþinginu.
 
Embættismenn frá skrifstofu Alþingis munu halda fund með starfsbræðrum sínum hjá Evrópuþinginu.
 
Með forseta Alþingis í för eru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, og Ragnheiður E. Árnadóttir alþingismaður, auk Þorsteins Magnússonar, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis, Stígs Stefánssonar, ritara utanríkismálanefndar, og Jörundar Kristjánssonar, alþjóðaritara á skrifstofu forseta Alþingis.