23.8.2010

Ársfundur Vestnorræna ráðsins 23.-27. ágúst

Ársfundur Vestnorræna ráðsins fer fram í Tasiilaq á Grænlandi dagana 23.-27. ágúst 2010. Landsdeildir Vestnorræna ráðsins, skipaðar þingmönnum frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, sækja fundinn auk ráðherra og fulltrúa Norðurlandaráðs og norska Stórþingsins.

Fyrir hönd Íslandsdeildar sækja fundinn Ólína Þorvarðardóttir, formaður, Árni Johnsen, Ásmundur Einar Daðason og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins um fiskveiðistjórn, sem haldin var á Sauðárkróki og Þórshöfn í Færeyjum í júní, verða fylgt eftir en á ráðstefnunni kom fram tillaga um að kanna möguleika þess að koma á sameiginlegri fiskveiðistjórn deilistofna sem flakka á milli fiskveiðilögsagna landanna, t.d. karfa og grálúðu.