3.11.2010

Dagskrá Norðurlandaráðsþings fimmtudaginn 4. nóvember 2010

Bein útsending verður frá Norðurlandaráðsþingi á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone og á vef Alþingis. Dagskrá þingsins er á vef Norðurlandaráðs og jafnframt eru skjöl þingsins aðgengileg á vef Norðurlandaráðs.

Kl. 09.00–10.00. Fyrirspurnatími samstarfsráðherranna.

Kl. 10.00 – 12.30. Umhverfi og auðlindir á Norðurlöndum: Skýrsla: Staða umhverfismerkisins Svansins. Nefndartillaga um norrænt skilagjald. Fulltrúatilaga um norræna landbúnaðar- og skógræktarstefnu. Nefndartillaga um nýjar áætlanir í norrænu loftslagssamstarfi. Nefndartillaga um eftirfylgni af „Copenhagen Accord“. Nefndartillaga um norræna framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Þingmannatillaga um sameiginlega norræna stefnu gegn útbreiðslu þvottabjarna.
Rannsóknir, menntun og atvinnustefna á Norðurlöndum: Ráðherranefndartillaga um stefnu á sviði menntunar og rannsókna 2011–13. – Þekking í þágu græns hagvaxtar og velferðar. Skýrsla um samstarfsáætlun um nýsköpunar- og atvinnustefnu 2011–13. Skýrsla um þróun norræna rannsóknasamstarfsins. Nefndartillaga um sköpun, nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í menntun. Nefndartillaga um atvinnulíf ungs fólks og hæfni.
Félags-, heilbrigðis- og jafnréttismál: Nefndartillaga um hvernig skapa megi góð lífsskilyrði fyrir aldraða á Norðurlöndum. Nefnartillaga um að semja sameiginlega norræna aðgerðaáætlun vegna sjaldgæfra sjúkdóma í samræmi við tilmæli ESB. Nefndartillaga um sameiginlega norræna rafræna skrá yfir lækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga og annað löggilt fagfólk á heilbrigðissviði á Norðurlöndum og sjálfstjórnarsvæðunum. Nefndartillaga um norræna nýsköpunarmiðstöð lýðheilsu við Norræna lýðheilsuháskólann (NHV) og norrænt stórátak, Öndvegisrannsóknir II – á sviði velferðar-, heilbrigðis- og félagsmála. Þingmannatillaga um norrænar aðgerðir um gjaldtöku vegna fjármálafærslna. Nefndartillaga um aðgerðir vegna framleiðslu heilsusamlegra matvæla á Norðurlöndum.

Kl. 12.30–14.00. Skýrslur um norrænt samstarf: Skýrsla Norðurlandaráðs fyrir árið 2009. Starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar – ársreikningur fyrir 2009. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar um starfsemina 2010. Skýrsla um endurskoðun á starfsemi Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2009. Skýrsla um endurskoðun reikninga Norðurlandaráðs fyrir árið 2009. Skýrsla til Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar um endurskoðun á starfsemi Norræna menningarsjóðsins árið 2009.
Afgreiðsla tilmæla og ákvarðana um innri málefni
Kosningar: Kosning fulltrúa í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, kosning forseta Norðurlandaráðs, kosning varaforseta Norðurlandaráðs, kosning fulltrúa í aðrar nefndir Norðurlandaráðs og eftirlitsnefnd, kosning formanna og varaformanna í nefndir Norðurlandaráðs og eftirlitsnefnd, kosning fulltrúa í kosninganefnd Norðurlandaráðs, kosning fulltrúa í stjórn Norræna menningarsjóðsins.
Ræða nýkjörins forseta
Ákvörðun tekin um dagsetningu og staðsetningu næsta þings
Þingslit.