11.4.2011

Fundir þingmannanefndar EES 11.-15. apríl 2011

Þingmannanefnd EES kemur saman til funda í Ósló og á Svalbarða 11.-15. apríl. Í Ósló á nefndin fund með Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um norðurslóðastefnu norskra stjórnvalda. Á Svalbarða mun þingmannanefndin m.a. fjalla um málefni norðurslóða og EES, EES-samstarfið árið 2010 og yfirstandandi úttektir á EES-samstarfinu.

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundina þau Valgerður Bjarnadóttir varaformaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.