5.10.2011

Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins

Þriðji fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) fer fram í Evrópuþinginu í Brussel 5. október.

Á fundinum verður sérstök umræða um samskipti Íslands og ESB með þátttöku Alexöndru Cas Granje frá skrifstofu stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB, Jan Borkowski, aðstoðarutanríkisráðherra Póllands, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB, og Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í yfirstandandi aðildarviðræðum.

Þá verður á fundinum fjallað um stöðu efnahagsmála, þróun Schengen-samstarfsins, endurskoðun sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB og stefnumótun um málefni norðurslóða.

Af hálfu Alþingis taka eftirtaldir þingmenn þátt í fundinum: Árni Þór Sigurðsson, formaður sendinefndar, Valgerður Bjarnadóttir, varaformaður, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.