17.10.2011

Þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Bern 16.-18. október

125. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Bern dagana 16.-18. október 2011. Helstu mál þingsins verða aðgengi að heilbrigðisþjónustu með áherslu á konur og börn, dreifing valds og auðs í heiminum og þann lærdóm sem draga má af atburðum síðustu mánaða í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku.

Enn fremur fer fram sérstök umræða um ástandið í Sómalíu. Þuríður Backman, formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, sækir fundinn.