1.12.2013

Desemberfundur VES-þingsins í París

Dagana 1.-3. desember munu þingmannasamtök Vestur-Evrópusambandsins (VES-þingið) halda fund í París. Á meðal helstu umræðuefna sem tekin verða fyrir á fundinum eru framtíð sameiginlegrar öryggis- og varnarmálastefnu ESB, staða mála í Miðausturlöndum, evrópskt frumkvæði á sviði eldflaugavarna og áhrif umræðunnar um Írak á almenningsálitið í Evrópu.

Fullskipuð Íslandsdeild VES-þingsins mun sækja fundinn í París. Í Íslandsdeildinni eiga sæti Bjarni Benediktsson formaður, Guðjón Hjörleifsson varaformaður og Bryndís Hlöðversdóttir.