4.5.2015

25 ár frá endurreisn sjálfstæðis Lettlands

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, er sérstakur gestur á hátíðarfundi lettneska þingsins 4. maí 2015. Hann er þar í boði Inöru Murniece, forseta Saema, þjóðþings Lettlands. 

Minnst verður þess að aldarfjórðungur er liðinn frá því að Lettland endurheimti sjálfstæði sitt eftir áratuga hernám Sovétríkjanna. Forseti Alþingis mun færa lettneska þinginu kveðju Alþingis við þetta tækifæri. Jafnframt mun hann taka leggja blómsveig að minnismerki um þá sem létu lífið í frelsisstríðinu 1918–20.

Hátíðarhöld í Lettlandi

Hátíðarfundur í Lettlandi Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, forsætisráðherra
Lettlands, Laimdota Straujuma, og forseti Lettlands, Andris Berzins.