26.10.2015

Bein útsending frá umræðum um flóttamannavandann 26. október

Umræða um flóttamenn og viðbrögð Norðurlandaþjóðanna og annarra Evrópuþjóða verður mánudaginn 26. október kl. 16:00–17:30 í Kaldalóni í Hörpu. 

Norðurlandaráð hefur boðið tveimur gestafyrirlesurum sem starfa að málefnum flóttafólks til að ræða um hin fjölmörgu álitaefni varðandi flóttamannavandann og úrlausn hans. 

Fyrirlesararnir eru Jean-Christophe Dumont, talsmaður alþjóða innflytjendadeildar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), og Roderick Parkes, sérfræðingur í greiningu á fólksflutningum og innri málefnum hjá Stofnun Evópusambandsins í öryggisfræðum og starfsmaður sænsku utanríkismálastofnunarinnar. 

Að kynningunum loknum fara fram opnar umræður. Báðar kynningarnar fara fram á ensku en verða túlkaðar á skandinavísku.

Bein útsending verður á Norden.org, og á sjónvarpsrás og vef Alþingis.

Umræðurnar fara fram í tengslum við 67. Norðurlandaráðsþing sem verður sett formlega þann 27. október.

Nánari upplýsingar um Norðurlandaráðsþingið veitir Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs, sími 848 4805.

Fjölmiðlafólk sem hyggst sækja umræðufundinn, sem og aðra viðburði á þinginu er minnt á að framvísa þarf gildu blaðamannaskírteini til að fá aðganskort sín afhent.