27.10.2015

Verðlaun Norðurlandaráðs 2015 afhent

Verðlaun NorðurlandaráðsForseti Norðurlandaráðs, Höskuldur Þórhallsson, bauð gesti velkomna á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 2015 sem fór fram í Hörpu í kvöld og vinningshafar síðasta árs afhentu verðlaun. Fimm verðlaun vor afhent: bókmenntaverðlaun, barna- og unglingabókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun og náttúru- og umhverfisverðlaun. Nánari upplýsingar um verðlaunin er að finna á vef Norðurlandaráðs.

Verðlaun NorðurlandaráðsKvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015 hlaut íslenska kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára Péturssonar, framleiðendur Baltasar Kormákur og Agnes Johansen.

Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2015 hlaut sænski rithöfundurinn Jakob Wegelius fyrir bókina Mördarens apa.

Náttúru- og umhverfisverðlaun 2015 hlaut færeyska orkufyrirtækið SEV.

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2015 hlaut sænska tónskáldið, sellóleikarinn og bassaleikarinn Svante Henryson.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2015 hlaut norski rithöfundurinn Jan Fosse fyrir trílógíuna Andvake, Olavs draumar og Kveldsvævd.

Verðlaun Norðurlandaráðs