28.10.2015

Heimsókn forsætisráðherra Bretlands í Alþingi

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, átti í dag fund með forsætisráðherra Íslands, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, í Alþingishúsinu. Áður en fundurinn hófst bauð forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnson, Cameron velkomin í Alþingishúsið. Forseti Alþingis og forsætisráðherrarnir dvöldu um stund við í þingsalnum en síðan hófst fundur forsætisráðherranna í efrideildarsal Alþingis.

Heimsókn forsætisráðherra Bretlands©Pressphotos.biz

Cameron er fyrsti breski forsætisráðherrann sem kemur í Alþingishúsið frá því að Winston Churchill átti þar fund með forsætisráðherra Íslands, Hermanni Jónassyni og ríkisstjóra Íslands, Sveini Björnssyni þann 16. júní 1941.

Heimsókn forsætisráðherra Bretlands©Pressphotos.biz