1.2.2016

Heimsókn forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Úkraínu

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sækir Úkraínu heim ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 1.–2. febrúar 2016. 
Á dagskrá tveggja daga vinnuheimsóknar þingforsetanna eru fyrirhugaðir fundir með Volodymyr Groysman, forseta úkraínska þingsins, fulltrúum úkarínskra þingflokka, Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra og Petro Poroshenko, forseta Úkraínu.  Einnig munu þingforsetarnir eiga fundi með sérstökum fulltrúa um málefni Krímskaga og þingmanni þjóðarbrots Tatara á Krímskaga. 
Þá munu forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hitta að máli ríkissaksóknara Úkraínu og sérstakan saksóknara í spillingarmálum, ásamt því að heimsækja miðstöð gegn spillingu og eiga fundi með fulltrúum frjálsra félagasamtaka og mannúðarsamtaka.