24.10.2016

Forseti Alþingis sækir haustþing Alþjóðaþingmannasambandsins í Genf

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, situr 135. þing Alþjóðaþingmannasambandsins sem haldið er í Genf í Sviss 22.-27. október 2016.  Hann var fyrstur á mælendaskrá í almennum umræðum um baráttu gegn mannréttindabrotum í aðdraganda átaka.  Lagði hann í ávarpi sínu sérstaka áherslu á baráttu gegn mannréttindabrotum gagnvart konum og börnum.  Þá þakkaði hann stjórn og starfsmönnum Alþjóðaþingmannasambandsins gott samstarf, en Einar K. Guðfinnsson átti sæti í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins um 14 ára skeið, þar af 7 ár sem formaður.

Forseti Alþingis á þingi alþjóðaþingmannasambandsins