24.10.2016

Fundur formanna utanríkismálanefnda Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Formenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna koma saman til fundar í Reykjavík 24. október. Gestgjafi fundarins er Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, en samráðsfundir þessir eru haldnir til skiptis í ríkjunum átta. 

Meginumræðuefni fundarins verða samskiptin við Rússland, norðurskautsmál, ástandið í Miðausturlöndum og jafnréttismál í utanríkisstefnu. Auk þess verður farið yfir forgangsmál og áherslur í starfi einstakra utanríkismálanefnda.

Fundur formanna utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna (NB8)