11.5.2015

Fjórða þingmannaráðstefna hinnar Norðlægu víddar

Alþingi stendur fyrir fjórðu þingmannaráðstefnu hinnar Norðlægu víddar í Hörpu í dag 11. maí. Meginþemu ráðstefnunnar eru áskoranir og tækifæri á sviði umhverfisvænnar orku, sjálfbær nýting lifandi sjávarauðlinda á norðurslóðum og jafnréttismál. 

Þingmannaráðstefna hinnar Norðlægu víddar

Forseti Alþingis setti ráðstefnuna og í kjölfarið tók forseti Íslands til máls. Auk þess ávarpaði utanríkisráðherra ráðstefnuna.

Þingmannaráðstefna hinnar Norðlægu víddar

Þingmannaráðstefna hinnar Norðlægu víddar

Norðlæga víddin er samstarfsvettvangur Evrópusambandsins, Íslands, Noregs og Rússlands um þróun mála í norðanverðri Evrópu. Vettvangurinn var settur á fót árið 1999 og umræðuvettvangur þingmanna svæðisins árið 2009. Þingmannaráðstefnan er haldin annað hvert ár af þjóðþingum aðildarríkjanna þriggja og Evrópuþinginu til skiptis.

Þingmannaráðstefna hinnar Norðlægu víddar

Þátttakendur á ráðstefnunni eru þingmenn Alþingis, norska stórþingsins, Evrópuþingsins og rússneska þingsins auk þingmanna áheyrnaraðilanna Norðurlandaráðs, Vestnorræna ráðsins, Þingmannaráðstefnu um Norðurskautsmál, Eystrasaltsráðs, Eystrasaltsþingsins og Þingmannaráðstefnu Eystrasaltsins.