21.3.2017

Fundur þingforseta smáríkja Evrópu í San Marínó

Jóna Sólveig ElínardóttirJóna Sólveig Elínardóttir, 2. varaforseti Alþingis og formaður utanríkismálanefndar, sækir árlegan fund forseta þjóðþinga evrópska smáríkja sem haldinn er í San Marínó 21.–23. mars 2017.

Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja, með íbúafjölda undir einni milljón, sem eru aðilar að Evrópuráðinu. Að þessum vettvangi þjóðþinga eiga aðild, auk Alþingis, þjóðþing Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó, San Marínó og Svartfjallalands.