17.3.2015

Fundur þingmannanefndar EES

Þingmannanefnd EES kemur saman til fundar í Fredrikstad í Noregi 17. mars. Á fundinum verður m.a. fjallað um framkvæmd EES-samningsins, iðnaðarstefnu ESB og yfirstandandi fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna.
Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES sækja fundinn þau Guðlaugur Þór Þórðarson formaður, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson.