31.10.2011

Norðurlandaráðsþing 2011 í Kaupmannahöfn 31. október til 3. nóvember

63. þing Norðurlandaráðs er haldið í Kaupmannahöfn dagana 31. október til 3. nóvember. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja þingið Helgi Hjörvar, formaður, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Illugi Gunnarsson, Lúðvík Geirsson og Siv Friðleifsdóttir.

Helstu mál á dagskrá þingsins eru leiðtogafundur norrænna forsætisráðherra og leiðtoga sjálfsstjórnarsvæðanna, utanríkismálaumræða með þátttöku norrænna utanríkismálaráðherra og norrænna þingmanna, fyrirspurnartími norrænna samstarfsráðherra, félags- og heilbrigðismál, umhverfismál og menning, rannsóknir og menntun. Sjá nánar á vefsíðu Norðurlandaráðs.