9.6.2011

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál verður haldinn 9.-10. júní í Þjóðmenningarhúsinu

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál verður haldinn 9.-10. júní í Þjóðmenningarhúsinu.


Á fundinum verður m.a. rætt um stjórnskipulag á norðurslóðum, umræðuefni næstu ráðstefnu nefndarinnar sem haldin verður á Íslandi 2012 og áhersluatriði Svía í formennsku í Norðurskautsráðinu.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun flytja erindi um stefnu Íslands í norðurslóðamálum. Fyrir hönd Alþingis sækir fundinn formaður Íslandsdeildar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.