22.11.2010

Fundir þingmanna og ráðherra EFTA og fundur þingmannanefndar EES

Fundir þingmanna og ráðherra EFTA fara fram í Brussel og Genf dagana 22.-23. nóvember 2010. Helstu dagskrármál verða annars vegar þróun EES-samningsins og hins vegar gerð fríverslunarsamninga EFTA.

Fundur þingmannanefndar EES fer fram í Strassborg 24.-25. nóvember. Á fundinum verður meðal annars fjallað um áætlun um nýsköpun og hagvöxt í álfunni, Evrópu 2020.

Fyrir hönd Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA sækja fundina Árni Þór Sigurðsson formaður, Valgerður Bjarnadóttir varaformaður, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir.