4.10.2010

123. þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Genf 4.-6. október

123. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) fer fram í Genf dagana 4.-6. október 2010. Fundinn sækir fyrir hönd Alþingis Þuríður Backman, formaður Íslandsdeildar.

Helstu mál þingsins verða m.a. gagnsæi og traust stjórnmálaflokka, sjálfbær nýting náttúruauðlinda og stjórnun í kjölfar náttúruhamfara. Auk þess verður rætt um fyrirhugaðar grundvallarbreytingar á starfsreglum Alþjóðaþingmannasambandsins.