8.10.2009

Haustfundur ÖSE-þingsins 8.-12. október 2009

Haustfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fer fram dagana 8.-12. október í Aþenu, höfuðborg Grikklands.

Orku- og umhverfismál verða til umfjöllunar á fundinum. Fjallað verður m.a. um sambandið á milli orkuöryggis og mannöryggis, svæðisbundna samvinnu í orkumálum og orkunýtingu með hliðsjón af umhverfis- og loftslagsmálum.

Einnig verður haldinn stjórnarnefndarfundur og fundur um málefni Miðjarðarhafslanda.

Róbert Marshall, formaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins, sækir fundinn.