25.1.2009

Fundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 26.-30. janúar

Fyrsti fundur Evrópuráðsþingsins á árinu verður haldinn í Strassborg dagana 26.-30. janúar 2010.

Fundinn sækja fyrir hönd Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins Lilja Mósesdóttir formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir varaformaður og Birkir Jón Jónsson.

Kosning forseta Evrópuráðsþingsins verður á dagskrá fundarins auk umræðu um m.a. samning Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali og breytingar á kosningalöggjöf til að styrkja stöðu kvenna í stjórnmálum. Frekari upplýsingar um fund Evrópuráðsþingsins er hægt að finna á vefslóðinni http://assembly.coe.int/