5.7.2002

Ársfundur ÖSE-þingsins í Berlín

Efnt er til árlegs fundar þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) dagana 6. - 10. júlí. Fundurinn er að þessu sinni haldinn í Berlín. Fullskipuð Íslandsdeild ÖSE-þingsins sækja fundinn.

Á fundinum, sem fram fer í Berlín að þessu sinni, mun mesta áherslan verða lögð á hina alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi eftir 11. september og hlutverk ÖSE í því tilliti.

Af tignargestum sem ávarpa samkomuna má nefna Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, og Rudolf Scharping varnarmálaráðherra.

Íslandsdeild ÖSE-þingsins mun sækja fundinn en hana skipa þau Magnús Stefánsson formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir varaformaður og Guðjón Guðmundsson.

ÖSE-þingið var stofnað árið 1991 og eru aðildarríki þess nú 55 talsins. Er þetta því í ellefta sinn sem ársfundur ÖSE-þingsins er haldinn.