8.9.2008

Heimsókn Norðurlandaráðs til Norðvestur-Rússlands

Sendinefnd Norðurlandaráðs heimsækir héraðsþing Arkhangelsk og Murmansk í Norðvestur-Rússlandi dagana 7.-13. september. Sæti í sendinefndinni eiga Árni Páll Árnason, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og meðlimur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, og Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

Heimsóknin er liður í samstarfi Norðurlandaráðs og Þingmannasamtaka Norðvestur-Rússlands (Parliamentary Association of North-West Russia) sem hefur að markmiði að efla samvinnu yfir landamæri um helstu álitamál og styrkja tengsl Norðurlandaráðs við nærsvæðin í Rússlandi. Meðal skilgreindra verkefna er fræðsla og samvinna um umhverfismál og sjálfbæra nýtingu orkuauðlinda og endurnýjanlega orku, heilbrigðismál og velferðarmál.