7.3.2008

Ráðstefna um áhrif þjóðþinga á ákvarðanatöku innan ESB/EES

Ráðstefna um áhrif þjóðþinga á ákvarðanatöku innan ESB/EES fer fram á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu kl. 13.30 í dag, föstudaginn 7. mars. Utanríkismálanefnd Alþingis og fastanefnd ESB standa sameiginlega að ráðstefnunni.

Skráning á ráðstefnuna fer fram í síma +(47) 22 83 35 83.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Öll erindi verða flutt á ensku.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Eru áhrif þinga á ákvarðanatöku í ESB að aukast?
Nýr ESB sáttmáli og staða Evrópuþings og þjóðþinga innan ESB/EES.

Dagskrá:
13.30 Setning ráðstefnu
13.40 The European Parliament, EU national parliaments and the Lisbon Treaty. Alyn Smith, þingmaður á Evrópuþinginu fyrir skoska Þjóðernisflokkinn
14.00 How can the Norwegian parliament influence EU/EEA policy? Svein Roald Hansen, þingmaður norska Verkamannaflokksins.
14.20 Hvernig getur Alþingi aukið áhrif sín á vettvangi EES? Bjarni Benediktsson, þingmaður og formaður utanríkismálanefndar.

14.40 Kaffihlé.

15.00 Fyrirspurnir og umræður.
Auk fyrirlesara sitja í pallborði Percy Westerlund, sendiherra ESB gagnvart Íslandi og Noregi, og Ragnheiður E. Árnadóttir, þingmaður.

15.45 Ráðstefnulok.

Ráðstefnustjóri er Árni Páll Árnason, þingmaður og varaformaður utanríkismálanefndar.