5.5.2006

Þing Alþjóðaþingmannasambandsins í Nairóbí 7.-12. maí

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) sækir 114. þing sambandsins í Nairóbí í Kenía dagana 7.-12. maí. Helstu mál fundarins verða eftirlit með sölu lítilla og léttra vopna, hnattræn umhverfisvernd og baráttan gegn ofbeldi gegn konum. Auk þess verður væntanlega fjallað um eitt mál utan dagskrár sem verður valið á staðnum.

Í Alþjóðaþingmannasambandinu eiga sæti þingmenn frá 143 þjóðþingum. Í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins eru alþingismennirnir Ásta Möller formaður, Kristján Möller og Hjálmar Árnason.