23.1.2006

Janúarfundir Norðurlandaráðs í Ósló 24.-25. janúar

Norðurlandaráð kemur saman í Ósló dagana 24.-25. janúar. Ráðið mun eiga fund með Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, þar sem hann kynnir framtíðarsýn sína fyrir norrænt samstarf. Auk þess verða í Ósló fundir í nefndum og flokkahópum Norðurlandaráðs.

Fyrir hönd Íslandsdeildar Norðurlandaráðs sækja fundina þau Jónína Bjartmarz formaður, Drífa Hjartardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Kjartan Ólafsson, Mörður Árnason og Kolbrún Halldórsdóttir.