24.9.2014

Þingforsetar smáríkja Evrópu funda í Andorra

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sækir árlegan fund forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja sem haldinn er í Andorra 25.-26. september 2014.


Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja sem eru aðilar að Evrópuráðinu með íbúafjölda undir einni milljón. Ásamt Alþingi eiga aðild að þessum vettvangi þjóðþing Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó, San Marínó og Svartfjallalands.

Á fundinum munu þingforsetarnir m.a. ræða um störf þjóðþinganna og helstu viðfangsefni í þjóðmálum, viðbrögð smáríkja við efnahagskreppunni og áskoranir í stjórnsýslu smærri ríkja Evrópu.