7.9.2004

Heimsókn forsætisnefndar norska Stórþingsins 8.-11. september 2004

Forsætisnefnd norska Stórþingsins verður í vinnuheimsókn hér á landi dagana 8.-11. september í boði forseta Alþingis.
 
Í heimsókninni mun forsætisnefndin ræða við forsætisnefnd Alþingis og fulltrúa þingflokka. Enn fremur mun forsætisnefnd norska þingsins eiga fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra.
 
Sendinefndin mun hitta fulltrúa skrifstofu Alþingis þar sem fjallað verður um starfsemi og skipulag Alþingis. Síðasta dag heimsóknarinnar mun norska forsætisnefndin halda í skoðunarferð um Suðurland.
 
Nánari upplýsingar um fundinn fást hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0738 og almannatengsladeild í síma 894 6519.