10.6.2005

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Noregi 11.-14. júní 2005

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Noregi í boði Stórþingsins dagana 11.-14. júní 2005. Með þingforseta í för verða eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis, Jónína Bjartmarz, 2. varaforseti Alþingis, Birgir Ármannsson, 6. varaforseti Alþingis, og Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri skrifstofu Alþingis.
 
Forseti Alþingis mun ganga á fund Haralds Noregskonungs. Sendinefndin á fundi með Jørgen Kosmo, forseta Stórþingsins, og mun kynna sér starfshætti norska þingsins. Sendinefndin á fund með fulltrúum atvinnumálanefndar þingsins og utanríkismálanefndar þess. Skoðað verður nýtt húsnæði nefnda Stórþingsins og starfsliðs þeirra. Íslensku þingmennirnir hitta einnig fjármálaráðherra Noregs. Á dagskrá sendinefndarinnar eru enn fremur heimsóknir í menningarstofnanir.
 
Nánari upplýsingar um heimsóknina fást hjá skrifstofu Alþingis (almannatengsladeild í síma 563 0622 eða á alþjóðasviði í síma 563 0750).