2.11.2005

Heimsókn forseta sænska þingsins til Alþingis 3.-4. nóvember 2005

Dagana 3.-4. nóvember 2005 verður forseti sænska þingsins, Björn von Sydow, í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Sólveigar Pétursdóttur, forseta Alþingis. Í för með sænska þingforsetanum verða Ulf Christoffersson, starfandi skrifstofustjóri sænska þingsins, og Åsa Ekwall, alþjóðaritari.

Þingforsetarnir munu eiga fund þar sem rætt verður m.a. um tvíhliða samskipti þinganna, norrænt samstarf og samstarf þinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Sænski þingforsetinn mun jafnframt eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar.

 

Blaðaljósmyndurum gefst tækifæri til myndatöku í tengslum við heimsóknina í Alþingishúsinu fimmtudaginn 3. nóvember kl. 18.

Nánari upplýsingar um fundinn fást hjá alþjóðasviði Alþingis í síma 563 0738 og almannatengsladeild í síma 894 6519.