10.10.2006

Opinber heimsókn forseta norska þingsins 11.-15. október 2006

Forseti norska þingsins, Thorbjørn Jagland, verður ásamt eiginkonu sinni í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Alþingis dagana 11.-15. október.
 
Forseti Stórþingsins mun meðan á heimsókninni stendur eiga fundi með Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, formönnum þingflokka og formanni Samfylkingarinnar. Hann hittir einnig forseta Íslands, utanríkisráðherra og umhverfisráðherra. Norski þingforsetinn mun auk þess skoða sýningar í Þjóðminjasafninu og Þjóðmenningarhúsinu og heimsækja Norræna húsið. Laugardaginn 14. október er Thorbjørn Jagland í einkaheimsókn á vegum norska sendiráðsins í Reykjavík, en hann snýr heim sunnudaginn 15. október.
 
Fulltrúum fjölmiðla er boðið að vera við upphaf heimsóknar norska þingforsetans í Alþingishúsinu 12. október kl. 11.30.