26.2.2007

Sendinefnd frá Alþingi sækir 51. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Sendinefnd frá Alþingi sækir 51. fund kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 26. febrúar til 1. mars 2007. Í sendinefndinni eru Ásta Möller, formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, Guðrún Ögmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Dagný Jónsdóttir og Margrét Frímannsdóttir, auk Belindu Theriault, forstöðumanns alþjóðamála á skrifstofu Alþingis.

Meginviðfangsefni fundarins er afnám alls ofbeldis og mismununar gagnvart stúlkubörnum. Margvíslegir viðburðir fara fram samhliða fundinum, bæði á vegum einstakra ríkisstjórna og opinberra stofnana og á vegum frjálsra félagasamtaka.

Jafnframt stendur Alþjóðaþingmannasambandið fyrir sérstakri þingmannaráðstefnu þann 1. mars í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna.