25.5.2010

Þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja funda með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings 26.-27. maí 2010

Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fer á morgun til Washington ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til fundar við Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjanna.
 
Áformað er að þingforsetarnir hitti Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna og forseta öldungadeildarinnar, Howard Berman, formann utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, og aðra fulltrúa nefndarinnar. Þá munu þingforsetarnir taka þátt í pallborðsumræðum hjá stofnuninni „Centre for Strategic and International Studies“ í Washington.
 
Fundur þessi er haldinn í framhaldi af fyrri fundum þingforsetanna með forseta fulltrúadeildarinnar, með það að markmiði að efla tengsl við Bandaríkjaþing og ræða sameiginleg málefni.