18.11.2013

Fundir þingmannanefndar EFTA 18.–20. nóvember

Þingmannanefnd og ráðherrar EFTA koma saman til fundar í Genf 18. nóvember 2013. Helsta dagskrárefni fundarins er gerð fríverslunarsamninga EFTA. Þá mun þingmannanefndin eiga fund með utanríkisráðherrum EES/EFTA-ríkjanna 19. nóvember og fjalla um EES-samninginn.
 

Þingmannanefnd EFTA mun enn fremur fjalla um stöðu fríverslunarmála hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, yfirstandandi fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna, og loftslagsbreytingar og orkumál. Loks gengst þingmannanefndin og ráðgjafanefnd EFTA, sem er skipuð aðilum vinnumarkaðarins, fyrir málstofu um frjálsa för launþega innan EES og áhrif hennar á velferðarkerfi ríkjanna.

Af hálfu Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES sækja fundina Guðlaugur Þór Þórðarson formaður, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Vilhjálmur Bjarnason og Willum Þór Þórsson.