19.2.2014

Fundir þingmannanefndar EFTA í Singapúr og Malasíu

Framkvæmdastjórn þingmannanefndar EFTA, skipuð þingmönnum frá Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss, heimsækir Singapúr og Malasíu dagana 17.-21. febrúar 2014. Af hálfu Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA taka Guðlaugur Þór Þórðarson formaður og Árni Þór Sigurðsson varaformaður þátt í heimsókninni.


Tilgangur heimsóknarinnar er að styðja við gerð fríverslunarsamninga EFTA með fundum með þingmönnum, stjórnvöldum og fulltrúum atvinnulífs. Í Singapúr er fjallað um reynsluna af gildandi fríverslunarsamningi EFTA og Singapúr og mögulega endurskoðun hans. Í Malasíu er fjallað um fyrirhugaðar viðræður um fríverslunarsamning sem ráðgert er að hefja í mars næstkomandi.