28.1.2013

Janúarfundir Norðurlandaráðs í Reykjavík 28. og 29. janúar

Janúarfundir fagnefnda Norðurlandaráðs eru haldnir í Hörpu 28. og 29. janúar. Af hálfu Íslandsdeildar Norðurlandaráðs taka þátt í fundunum Helgi Hjörvar, formaður, Álfheiður Ingadóttir, varaformaður, Illugi Gunnarsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir.
Helstu mál á dagskrá eru samstarf gegn tölvuógnum og stafrænum árásum, samræming á endurvinnslu af drykkjarumbúðum, og atvinnuleysi ungs fólks.

Gestir á fundum nefndanna verða Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, verkefnisstjóri samstarfs norrænu tónlistarútflutningsskrifstofanna NOMEX, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, og Sigrún Ólafsdóttir verkefnisstjóri fyrir norrænu tungumálaáætlunina Nordplus.