26.6.2012

Sumarfundur Evrópuráðsþingsins í Strassborg 25.–29. júní

Meðal dagskrárliða á þingfundinum má nefna sérstaka umræðu um lýðræðiskrísuna í Egyptalandi og umræðu um Evrópustofnanir og mannréttindi í Evrópu. Staða lýðræðis í Evrópu verður einnig til umfjöllunar, sem og þrjár skýrslur varðandi niðurskurð ríkisútgjalda sem ógn gegn lýðræði og félagslegum réttindum, sérstaklega með hagsmuni ungu kynslóðarinnar í huga. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, ávarpar þingið og greinir frá stefnumörkun og ráðstöfunum sem gripið hefur verið til á Íslandi til að bregðast við fjármálahruninu og árangri í þeim efnum.

Einnig má nefna að Ólafur Örn Bragason sálfræðingur heldur erindi á fundi um unga kynferðisbrotamenn á vegum þingmannasamtaka ER til að stöðva kynferðisofbeldi gegn börnum.

Dagskrá sumarfundarins (pdf) á vefsíðu þingsins.

Af hálfu Íslandsdeildar sækja þingið Þuríður Backman formaður og Mörður Árnason varaformaður.