28.3.2015

Þing Alþjóða­þingmannasambandsins í Hanoi

132. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) er haldið í Hanoi dagana 28. mars til 1. apríl 2015.


Helstu umræðuefni þingsins verða hvernig stuðla megi að nýju kerfi varðandi stjórnun vatns í heiminum, alþjóðalög í tengslum við fullveldi ríkja, íhlutunarleysi um innanlandsmál og mannréttindi auk friðhelgi á 21. öldinni og lýðræði framtíðar. Þá fer fram almenn umræða um ný markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.


Þingið sækja fyrir hönd Alþingis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður Íslandsdeildar IPU, Ásmundur Einar Daðason og Birgitta Jónsdóttir.