25.6.2018

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kjörin formaður laga- og mannréttindanefndar

Þórhildur Sunna tekur við formennsku  í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðs

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var í dag kjörin formaður laga- og mannréttindanefndar, einnar af málefnanefndum Evrópuráðsþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur þingmaður gegnir formennsku í nefndinni.

Verkefni formanns laga- og mannréttindanefndar eru að samþykkja dagskrá nefndarinnar, stýra fundum hennar í Strasborg og fundum nefndarinnar utan þingfunda. Formaðurinn er fulltrúi nefndarinnar á opinberum vettvangi. Að auki situr formaður nefndarinnar í framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins. 

Þórhildur Sunna var tilnefnd til formennskunnar af flokkahópi sínum sem í eru sósíalistar, demókratar og grænir. Kjörtímabili nefndarformanns er til loka ársins 2019.Þórhildur Sunna formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins