30.5.2018

Vinnuheimsókn forseta NATO-þingsins til Alþingis

Forseti NATO-þingsins, Paulo Alli, er í vinnuheimsókn á Íslandi 29.–30. maí, ásamt framkvæmdastjóra NATO-þingsins, David Hobbs.

Heimsókn forseta NATO-þingsins, Paolo Alli

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti fund með Alli í Alþingishúsinu. Alli átti einnig fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum, Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, og ráðuneytisstjóra og sérfræðingum í utanríkisráðuneytinu.

Paulo Alli átti jafnframt fund með utanríkismálanefnd Alþingis og Íslandsdeild NATO-þingsins, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins er Njáll Trausti Friðbertsson. 

Umræðuefni fundanna var m.a. undirbúningur fyrir leiðtogafund NATO í Brussel 11.–12. júlí nk. og áherslur Íslands, öryggismál á Norður-Atlantshafssvæðinu og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.

Heimsókn forseta NATO-þingsins til Bessastaða