Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður febrúar–mars 2023 og mars–apríl 2023 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2017–2021.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 1. september 1960. Foreldrar: Níels Helgi Jónsson (fæddur 23. maí 1921, dáinn 31. desember 2005) bifreiðarstjóri og Dóra Unnur Guðlaugsdóttir (fædd 6. ágúst 1925, dáin 12. desember 2017) húsmóðir, matráðskona og verslunarmaður. Maki: Arnfríður Einarsdóttir (fædd 1. apríl 1960) Landsréttardómari og forseti Félagsdóms. Foreldrar: Einar Þorsteinsson og Henný Dagný Sigurjónsdóttir. Synir: Einar (1989), Helgi (1991).

Stúdentspróf MH 1981. Embættispróf í lögfræði HÍ 1986. Hdl. 1989. Hrl. 1998.

Fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík 1986–1991. Hefur rekið eigin lögmannsstofu síðan 1991.

Formaður Lögmannafélags Íslands 2010–2012.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2016–2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður febrúar–mars 2023 og mars–apríl 2023 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2017–2021.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2016, 2017 (formaður 2017) og 2017–2021, umhverfis- og samgöngunefnd 2013–2014, velferðarnefnd 2014–2015, efnahags- og viðskiptanefnd 2015–2017, 2017 og 2017–2021.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2013, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2016 og 2017, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017–2021, þingmannanefnd Íslands og ESB 2018–2021.

Æviágripi síðast breytt 3. apríl 2023.

Áskriftir