Jón Þór Ólafsson

Jón Þór Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2015, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2017 og 2017–2021 (Píratar).

3. varaforseti Alþingis 2016–2017. 5. varaforseti Alþingis 2017–2019.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 13. mars 1977. Foreldrar: Ólafur Jónsson (fæddur 24. september 1946) rekstrarráðgjafi og endurskoðandi og Soffía R. Guðmundsdóttir (fædd 17. september 1949) hjúkrunarkona. Maki: Zarela Castro (fædd 30. júní 1978) auglýsingahönnuður, BA í alþjóðlegum menntafræðum. Foreldrar: Gonzalo Naimes Castro Barrantes og Aida Rosario Conde Valverde. Börn: Luna Lind (2010), Hlynur (2012).

Stúdentspróf MR 1998. Nám í heimspeki og viðskiptafræði við HÍ 2002–2013.

Sumarstarfsmaður hjá Malbikunarstöðinni Höfða 1997–2018. Aðstoðarmaður þingmanns 2012–2013.

Í stjórn Hreyfingarinnar 2011–2012. Formaður stjórnar Grasrótarmiðstöðvarinnar - rekstrarfélags 2012–2013. Í stjórn IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsingafrelsi, 2012–2013. Í úrskurðaráði Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, 2012–2013. Formaður Pírata 2013–2014 og síðan 2020. Í úrskurðarráði Pírata 2015–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2015, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2017 og 2017–2021 (Píratar).

3. varaforseti Alþingis 2016–2017. 5. varaforseti Alþingis 2017–2019.

Umhverfis- og samgöngunefnd 2013, 2013–2014 og 2014–2015, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013, 2017–2019 og 2020–2021 (formaður 2020–2021), þingskapanefnd 2013–2015, atvinnuveganefnd 2019–2020.

Æviágripi síðast breytt 31. janúar 2022.

Áskriftir