Líneik Anna Sævarsdóttir

Líneik Anna Sævarsdóttir
  • Embætti: 2. varaforseti
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2016 og síðan 2017 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis maí 2017 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis síðan 2021.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 3. nóvember 1964. Foreldrar: Sævar Sigbjarnarson (fæddur 27. febrúar 1932, dáinn 10. ágúst 2019) bóndi og Ása Hafliðadóttir (fædd 28. september 1941, dáin 8. nóvember 1998) bóndi og húsmóðir. Maki: Magnús Björn Ásgrímsson (fæddur 6. september 1963) bræðslustjóri. Foreldrar: Ásgrímur Ingi Jónsson og Ásta Magnúsdóttir. Börn: Ásta Hlín (1989), Inga Sæbjörg (1991), Ásgeir Páll (2000), Jón Bragi (2000).

Stúdentspróf ME 1985. BS-próf í líffræði HÍ 1989. Próf í uppeldis- og kennslufræði HÍ 1991. Nám í svæðisleiðsögn 2006. Viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu HÍ 2018.

Ýmis tímabundin störf við kennslu og rannsóknir 1989–1993. Endurmenntunarstjóri við Bændaskólann á Hvanneyri 1993–1996. Verkefnisstjóri samstarfsnefndar framhaldsskóla á Austurlandi 1998–2000. Starfaði við endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri 1998–2002. Framkvæmdastjóri Fræðslunets Austurlands 2002–2004. Kennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar 2004–2006. Skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar 2006–2013. Verkefnisstjóri hjá Austurbrú 2017.

Í stjórn Náttúrustofu Austurlands frá 1998, þar af formaður 1998–2014 og frá 2018. Í sveitarstjórn Búðahrepps og Austurbyggðar 1998–2006. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1999–2002. Í skólanefnd Verkmenntaskóla Austurlands 2007–2013. Formaður stjórnar Framsóknarfélags Fjarðabyggðar 2007–2013. Í stjórn Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2014–2018. Formaður Hollvinasamtaka Hjaltalundar frá 2016. Í Þingvallanefnd 2018–2022.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013–2016 og síðan 2017 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis maí 2017 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis síðan 2021.

Allsherjar- og menntamálanefnd 2013–2016 og 2023–, efnahags- og viðskiptanefnd 2013–2016, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–2021, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2021 og 2021–2022, velferðarnefnd 2021– (formaður 2021–2023), undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa 2021, kjörbréfanefnd 2021.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2013–2016, 2017–2021, 2021– (formaður).

Æviágripi síðast breytt 21. september 2023.

Áskriftir