Einar Oddur Kristjánsson

Einar Oddur Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1995–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Flateyri 26. desember 1942, dáinn 14. júlí 2007. Foreldrar: Kristján Ebenezersson (fæddur 18. október 1897, dáinn 30. mars 1947) skipstjóri þar og kona hans María Jóhannsdóttir (fædd 25. maí 1907, dáin 5. desember 2003) símstöðvarstjóri. Maki (7. október 1971) Sigrún Gerða Gísladóttir (fædd 20. nóvember 1943) hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Gísli Þorleifsson og kona hans Brynhildur Pálsdóttir. Börn: Brynhildur (1973), Kristján Torfi (1977), Teitur Björn (1980).

Nám við MA 1959–1961.

Skrifstofumaður 1961–1965. Póstafgreiðslumaður 1965–1968. Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf. 1968–2007. Stjórnarformaður Hjálms hf., Vestfirsks skelfisks hf. og Kambs hf.

Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1970–1982. Í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða 1974–2007. Í varastjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1983–1989, í aðalstjórn 1989–1994. Stjórnarformaður Vélbátaútgerðarfélags Ísfirðinga 1984–2007. Í stjórn Icelandic Freezing Plant Ltd. í Grimsby 1987–1989. Í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva 1981–1996. Formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1968–1979. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1979–1990. Formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum 1990–1992. Formaður efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar 1988. Formaður Vinnuveitendasambands Íslands 1989–1992. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1995. Í stjórn Grænlandssjóðs 2001–2004.

Alþingismaður Vestfirðinga 1995–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Efnahags- og viðskiptanefnd 1995–1999, sjávarútvegsnefnd 1995–1999, umhverfisnefnd 1995–1996, fjárlaganefnd 1999–2007 (varaformaður 1999–2007), landbúnaðarnefnd 1999–2005, heilbrigðis- og trygginganefnd 2002–2003, iðnaðarnefnd 2003–2006, félagsmálanefnd 2006–2007, samgöngunefnd 2007.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1999–2004 (formaður 2001–2003), Íslandsdeild NATO-þingsins 2004–2007 (formaður 2004–2005), Íslandsdeild VES-þingsins 2007.

Æviágripi síðast breytt 24. september 2019.

Áskriftir