Gísli Sveinsson

Gísli Sveinsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1916–1921, 1933–1942 og 1946–1947, landskjörinn alþingismaður (Vestur-Skaftfellinga) 1942–1946 (Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkur). (Sagði af sér þingmennsku 1921 vegna veikinda.)

Forseti sameinaðs þings 1942 og 1943–1945. 1. varaforseti neðri deildar 1937–1941, 1. varaforseti sameinaðs þings 1942–1943.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur að Sandfelli í Öræfum 7. desember 1880, dáinn 30. nóvember 1959. Foreldrar: Sveinn Eiríksson (fæddur 4. ágúst 1844, dáinn 19. júní 1907) prestur þar og alþingismaður og kona hans Guðríður Pálsdóttir (fædd 4. september 1845, dáin 5. desember 1920) húsmóðir, dóttir Páls Pálssonar þjóðfundarmanns í Hörgsdal á Síðu. Maki (6. júní 1914): Guðrún Pálína Einarsdóttir (fædd 9. september 1890, dáin 10. mars 1981) húsmóðir. Foreldrar: Einar Jón Pálsson, bróðir Eggerts Pálssonar alþingismanns, og kona hans Sigríður Láretta Pétursdóttir. Börn: Guðríður (1916), Sigríður Stefanía (1920), Sveinn (1924), Guðlaug (1926).

Stúdentspróf Lsk. 1903. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1910.

Dvaldist 1906–1907 á Akureyri og var þá um tíma settur bæjarfógeti þar og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Varð 1910 yfirdómslögmaður í Reykjavík. Sýslumaður í Skaftafellssýslu 1918–1947, sat í Vík í Mýrdal. Skipaður 19. júní 1947 sendiherra í Noregi, lausn 1. júlí 1951.

Skipaður í rannsóknarnefnd gjaldkeramáls Landsbankans 1912. Lögfræðingur Landsbankans 1912–1918. Skipaður 1916 í Flóaáveitunefnd. Gekkst fyrir vörnum gegn spönsku veikinni 1918 og annaðist ráðstafanir til hjálpar vegna Kötlugossins sama ár. Í landsbankanefnd 1934–1945. Kosinn 1935 í stjórn markaðs- og verðjöfnunarsjóðs, 1937 í milliþinganefnd í bankamálum, en fékk lausn úr henni. Kirkjuráðsmaður 1937–1947 og aftur 1953–1959. Kosinn 1938 í dansk-íslenska ráðgjafarnefnd. Formaður Félags héraðsdómara frá stofnun þess 1941–1947 og heiðursforseti þess síðar. Í stjórnarskrárnefnd 1942 og póstmálanefnd 1943, en fékk lausn úr henni. Forgöngumaður og síðar forseti hinna almennu kirkjufunda til 1947 og aftur frá 1953. Í skilnaðarnefnd 1944. Kjörinn kirkjuþingsmaður 1958.

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1916–1921, 1933–1942 og 1946–1947, landskjörinn alþingismaður (Vestur-Skaftfellinga) 1942–1946 (Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkur). (Sagði af sér þingmennsku 1921 vegna veikinda.)

Forseti sameinaðs þings 1942 og 1943–1945. 1. varaforseti neðri deildar 1937–1941, 1. varaforseti sameinaðs þings 1942–1943.

Skrifaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál og samdi bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess.

Æviágripi síðast breytt 2. júlí 2015.

Áskriftir