Arnbjörg Sveinsdóttir

Arnbjörg Sveinsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Austurlands 1995–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2004–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis nóvember–desember 2003, október 2011, október 2012, febrúar 2017 og maí–júní 2017 (Sjálfstæðisflokkur).

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2005–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 18. febrúar 1956. Foreldrar: Sveinn Guðmundsson (fæddur 25. nóvember 1922, dáinn 13. október 1995) framkvæmdastjóri, bróðursonur Jóns Jónssonar alþingismanns á Hvanná, og kona hans Guðrún Björnsdóttir (fædd 15. apríl 1929, dáin 1. september 1971) húsmóðir, bróðurdóttir Jóns Jónssonar alþingismanns á Hvanná. Maki (27. desember 1975): Garðar Rúnar Sigurgeirsson (fæddur 30. júlí 1953) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Sigurgeir Garðarsson og kona hans Brynhildur Ragna Finnsdóttir. Börn: Guðrún Ragna (1976), Brynhildur Bertha (1980).

Stúdentspróf MR 1976. Laganám HÍ 1980–1982. MBA HÍ 2012.

Fiskvinnslustörf og fleira á skólaárum. Starfsmaður afgreiðslu Smyrils og Eimskips 1975–1979. Kennari við Seyðisfjarðarskóla 1976–1977. Fulltrúi í launadeild Ríkisspítalanna 1977–1980. Verslunar- og skrifstofustörf 1982–1983. Skrifstofustörf hjá Fiskvinnslunni hf. og Gullbergi hf. 1983–1990. Skrifstofu- og fjármálastjóri Fiskiðjunnar Dvergasteins hf. 1990–1995.

Í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1986–1998, forseti hennar 1994–1996. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, formaður 1991–1992. Á sama tíma formaður landshlutasamtaka sveitarfélaga. Formaður stjórnskipaðrar nefndar um framhaldsnám á Austurlandi. Í skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum 1991–1995. Í stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands 1994–1997. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1995. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1995–2009. Í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins 1995–1998 og stjórn Íbúðalánasjóðs 1999–2000. Í stjórn Byggðastofnunar 2000–2007. Í stjórn Rariks 2003–2004. Í stjórn Flugstoða ohf. síðan 2007, áður í undirbúningsstjórn. Í Þingvallanefnd 2008–2009.

Alþingismaður Austurlands 1995–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2004–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðausturkjördæmis nóvember–desember 2003, október 2011, október 2012, febrúar 2017 og maí–júní 2017 (Sjálfstæðisflokkur).

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna 2005–2009.

Fjárlaganefnd 1995–2003 og 2004–2007, menntamálanefnd 1995–1999, félagsmálanefnd 1995–2003 (formaður 1999–2003), samgöngunefnd 1999–2003 og 2004–2005, kjörbréfanefnd 1999–2003 og 2005–2009 (formaður 2006–2009), sérnefnd um stjórnarskrármál 2002–2003, allsherjarnefnd 2003–2004, umhverfisnefnd 2004–2005, sjávarútvegsnefnd 2005–2007, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2009 (formaður 2007–2009).

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1999–2003 og 2004–2006. Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2007–2009.

Æviágripi síðast breytt 18. september 2019.

Áskriftir